Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Um skólann:
Fjölbrautaskóli Suðurnesja er framhaldsskóli sem býður upp á fjölbreytt bóklegt og verklegt nám. Skólinn starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 80/1996. Skólinn er áfangaskóli en í því felst að námsefni í einstökum greinum er skipt niður í afmarkaða áfanga sem kenndir eru í eina námsönn og lýkur með prófi eða öðru námsmati í annarlok. Brautskráning er í lok hverrar annar og er hún hápunktur skólastarfsins. Undanfarin ár hafa um 800 nemendur stundað nám í skólanum auk 200-300 nemenda í öldungadeild.

FS hefur starfað síðan haustið 1976. Skólinn var stofnaður í samstarfi ríkisins og allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Þar sameinuðust Iðnskóli Suðurnesja og framhaldsdeildin við Gagnfræðaskólann í Keflavík. Allt frá stofnun skólans hefur hann verið í stöðugum vexti og sprengt utan af sér húsnæðið hvað eftir annað. Haustið 1992 komst starfsemin loks öll undir eitt þak. Þótt skólahúsið sé nú stórt og glæsilegt er samt sem áður ekkert afgangs og hvert skot er nýtt til hins ýtrasta. Í skólanum eru 25 stofur fyrir bóklegt nám, 2 tölvustofur, teiknistofa, tilraunastofa fyrir raungreinar, verknámsstofur fyrir hársnyrtiiðn, vélstjórn, málmsmíði, rafvirkjun, tréiðnað og sjúkraliðanám, bókasafn, samkomusalur og mötuneyti fyrir nemendur auk vinnuaðstöðu fyrir kennara og annað starfsfólk. Nú er skólinn í um 6000 fermetra húsnæði sem er nýtt til hins ýtrasta fyrir dagskóla og öldungadeild; auk þess er fjöldi námskeiða haldinn í skólahúsnæðinu, einkum á vegum Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.

Brautir í boði á sviði rafiðnaðar:
- Grunnnám
- Rafvirkjun
- Samningsbundið nám

Sérstaða skólans:
Skólinn býður nemendum í rafvirkjun upp á fyrsta flokks námsaðstöðu. Verkstæði skólans eru búin góðum tækjum og námsumhverfið er í alla staði hvetjandi. Skólinn leitar stöðugt leiða til að bæta skólastarfið og hefur stuðningur atvinnulífsins á Suðurnesjum verið ómetanlegur í því sambandi.

Staðsetning:
Heimilisfang Sunnubraut 36, 230 Reykjanesbær
Netfang  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Veffang www.fss.is
Sími 421 3100